Namibískir fornbílar

Ford 1928Bílafloti ţeirra Namibíumanna er nokkuđ öđrum vísi en okkar Íslendinga. Hér ţykir ekki tiltökumál ađ eiga tíu ára gamlan bíl eđa jafnvel 20 ára. Í miklum metum hér eru fólksvagnar, sér í lagi gömlu, góđu bjöllurnar. Ţćr eru hér í ţvílíku magni ađ ég hef hvergi nokkurs stađar séđ svona margar á einum stađ. Windhoekborg á áreiđanlega heimsmet í bjöllueign, a.m.k. miđađ viđ höfđatölu.

En menn halda upp á ýmsa ađra gamla bíla. Í dag var haldin fornbílasýning hér í Windhoek og kíkti ég ţangađ. Ţar gaf aldeilis ađ sjá. Heilmikiđ er af flottum, gömlum amerískum bílum. Allir međ stýriđ hćgra megin. Gamli sjevíinn er í miklu uppáhaldi og er mikiđ af ţeim, hvort sem eru fólksbílar eđa pallbílar frá sjötta áratugnum.

Rolls 1934Elsti bílinn sem ég sá var Ford pallbíll 1928 árgerđ. Öll innrétting úr timbri, meira ađ segja gólfiđ minnti á gamlan bjálkakofa. En flottur var hann.

Ţarna var líka forláta Rolls frá 1934. Vakti sá mikla athygli og margir tóku myndir af honum. Greinilega er vel hugsađ um hann.

Namibíumenn af ţýskum ćttum eru greinilega ţeir sem mest bralla í svona. Heilmikiđ var af ţýskum bílum, meira ađ segja voru ţarna tveir Trabant bílar. Langt er síđan ég hef séđ svoleiđis gripi. Skilst mér ađ fyrir einhverju síđan hafi veriđ ţrír Trabantar fluttir inn til Namibíu sem gjöf til bílaáhugamanns, sem nú er látinn. Einn virđist hafa glatast, en tveir eru enn eftir.

BMWNokkrir pínulitlir evrópskir bílar voru ţarna, t.d. fíat. Einna skemmtilegastur ţótti mér hins vegar ţriggja hjóla BMW, einnar hurđar. Hrađamćlirinn sýndi 50 mílur sem hámarkshrađa. Gćfi ég ekki mikiđ fyrir ađ keyra hann á ţjóđvegum Namibíu, ţar sem BMWar dagsins í dag ţjóta á 140-220 km hrađa.

Gaman var ađ sjá ţessa bíla og hversu mikill áhugi virđist vera fyrir ţví ađ halda ţessum bílum í góđu ástandi. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband