Dreifðir eftirlitskraftar?

Hef aðeins skoðað umræðuna um sameiningu fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans. Finnst röksemdafærslan skrýtin. T.d. er sagt að sé „...betra að hafa kraftana sameinaða...” og einnig er „faglegt traust” nefnt. En má ekki líka segja að betur sjá augu en auga? Eftirlit snýst jú um að koma auga á eitthvað sem betur má fara. 

Ef lög um opinbert eftilit með fjármálastarfsemi (lög nr. 87/1998) eru skoðuð, þá kemur fram að fjármálaeftirlitið eigi að halda reglulega samráðsfundi. Hvað skyldu menn ræða þar?

Einnig stendur í lögunum að fjármálaeftirlitið eigi að gefa viðskiptaráðherra skýrslu á hverju ári og síðan kynni ráðherra hana fyrir Alþingi. Þar með hefur Alþingi möguleika á að gagnrýna og skoða hvað eftirlitið er að gera. Hversu gagnrýnið hefur Alþingi verið?

Hvernig er með Seðlabankann? Alþingi kýs sjö manna bankaráð. Einhverjir alþingismenn hafa setið þar. Á þetta fólk ekki að benda á ef eitthvað virðist ekki í lagi? Bankastjórar eiga að upplýsa bankaráð um mál sem eru í gangi.

Myndi eitthvað breytast ef öllu yrði hrúgað inn í Seðlabankann?

Varla.

Er ekki bara verið að leiða huga fólks frá því sem máli skiptir 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband