Vaknað úr dvala

Síða þessi hefur legið í dvala um langt skeið. Reyndar má segja að hún hafi aldrei komist almennilega í gang. Annars staðar sting ég öðrum hverju penna niður fyrir mína fjölskyldu og vini og því má spyrja af hverju ég setti þessa síðu í gang á sínum tíma. Ég veit það eiginlega ekki. Líklega einhver múgsefjun, því enginn virtist maður með mönnum nema blogga á Mogganum. Svona svipað og að enginn var maður með mönnum nema eiga hlutabréf. Ég var því hálfgerður ræfill. Átti engin hlutabréf og virkilega slælegur í moggablogginu.

Nú finn ég einhverja þörf fyrir að endurvekja þessa síðu. Þá helst til að tala um málefni líðandi stundar á Íslandi. Ég sit fjarri Fróni. Hinum megin á hnettinum í orðsins fyllstu merkingu. Kannski sé ég hlutina í öðru ljósi en þeir sem sitja heima. Veit það ekki. En víst er að ég er forviða á því sem gerst hefur heima undanfarnar vikur. Kannski gengur mér betur að skilja málin ef ég skrifa hugrenningarnar á blað. Ef einhver annar rekst hér inn og hefur gaman af, þá er það fínt. En skiptir í sjálfu sér ekki máli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband