Namibísk kjarabarátta

Les í blöðunum hér úti að öryggisverðir stefna á verkfall næsta föstudag. Ef einhver ræðst inn til mín og öryggiskerfið fer í gang, þá reikna ég með að þessir verðir komin innan nokkura mínútna og fórni sér fyrir mig.

Verkfallið átti reyndar að byrja um miðjan síðasta mánuð, en verkalýðsforingjarnir gleymdu að skv. lögum á sáttasemjari að fá tækifæri til að höggva á hnútinn áður en verkfall hefst. Þetta mundist á elleftu stundu.

Kjarabaráttan hér snýst fyrst og fremst um laun. Öryggisverðirnir vilja fá 67% hækkun á tímakaupið sitt. Slatta hækkun ekki satt?

Þar til maður kíkir á upphæðirnar. Þeir vilja fá hækkun á tímakaupi úr 2,09 namibíudölum í 3,50 namibíudali. Ef umreiknað í okkar ylhýru krónur þá er tímakaupið núna 18 krónur og 81 eyrir og krafan hljóðar upp á 31 krónu og fimmtíu aura. Hver vakt er 12 tímar, svo í dag fá öryggisverðir í Namibíu rétt innan við 226 krónur á dag. Þeir vinna líklega sex daga vikunnar, þ.a. mánaðarlaunin eru rúmar 5.400 krónur.

Úff, og þetta er fólkið sem ég geri ráð fyrir að muni leggja líf og limi í hættu fyrir mig ef brotist er inn til mín.

Kannski ég fari að fjárfesta í varðhundi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband