Margt ber að varast

Nokkuð þurrkaástand ríkir hér í Namibíu núna, en lítið rigndi á síðasta regntímabili og hefur það leitt af sér að mörg vatnsból eru tóm. Ein afleiðing af þessu er að dýr eru meira á ferli að leita sér að drykkjarvatni.

Hefur nú ráðuneyti umhverfis- og ferðamála gefið út fílaviðvörun. Fílar drekka mikið vatn, þurfa svona 120-180 lítra á dag, og nú eru þeir mikið á ferðinni. Því hefur fólki í Kaprívísýslu, sér í lagi, verið ráðlagt að halda sig innan dyra eftir að fer að skyggja.

Áætlað er að í Namibíu séu milli 23 og 25 þúsund fílar, en 2004 voru um 16 þúsund fílar í landinu, þ.a. aukningin er mikil. Því hefur fjölgað mikið tilvikum þar sem fílar ráðast á fólk. Fyrir um tveimur vikum tróðst fíll yfir konu nokkra og lést hún í kjölfarið. Konugreyið var víst á leið heim úr kirkju ásamt manni sínum og átti sér einskis ills von.

Maður einn var á leið hjólandi til vinnu snemma morguns þegar hann rakst á fíl, sem reiddist svo að hann kastaði manninum til hliðar. Afleiðingarnar voru heilahristingur, en lífi hélt þó maðurinn.

Fleiri svona sögur heyrast. Síðan er daglegt brauð að fílar skemmi hús, girðingar, vatnsdælur og fleira þar fram eftir götunum.

Í næstu viku mun ráðherra umhverfis- og ferðamála senda frá sér tilkynningu vegna fílavandans.

Leyfi ykkur að fylgjast með.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband