31.8.2007
Hvers virđi er farsíminn?
Fyrir átta dögum ţá tók ungur mađur sig til hér í Windhoekborg og hrifsađi farsíma af 16 ára stúlku og hljóp á braut. Sá líklega fyrir sér auđveldan ránsfeng.
Ţvílík mistök.
Töluverđur hópur fólks var ţarna á ferli og tók fjöldi ţeirra sig til og hófu ađ elta ţjófinn uppi. Eltingarleikurinn barst meira en kílómetra í burtu og ţegar ţjófurinn kom ađ stóru uppistöđulóni grýtti hann símanum frá sér, reif sig úr bolnum og stakk sér til sunds.
Sást hvorki tangur né tetur til hans, ţó lengi vćri beđiđ.
Nú, átta dögum síđar, kom í ljós ađ ţjófurinn var ekki syndur. Lík hans rak nefnilega ađ landi í gćr, nćr alveg á sama stađ og hann steypti sér út í lóniđ.
Hversu mikils virđi er farsíminn?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sćll Vilhjálmur,
Fyrir einum sex eđa sjö árum var ég á gangi á ađalgötunni í Windhoek og var ađ bíđa eftir ađ fara út á flugvöll og fljúga áleiđis heim. Ţá stansađi ungur piltur 15-16 ára fyrir framan mig, ţreif farsímann minn, en ţađ sást í loftnetiđ í brjóstvasa mínum. Mér tókst ađ ná af honum símanum, - hann klórađi mig ađ vísu svolítiđ á hendinni.Svo hljóp hann á brott eins og fćtur toguđu. En svo vitlaus var ég sextugur karlinn ađ ég reyndi ađ hlaupa á eftir honum alveg fjúkandi reiđur ! Hann stakk mig auđvitađ snarlega af . Margir voru vitni ađ ţessu , en enginn hreyfđi legg né liđ til ađ handsama piltinn.
Ţegar ég sagđi frá ţessu sögđu menn bara: Hann hefur örugglega veriđ frá Angola ! -
Eiđur Guđnason (IP-tala skráđ) 31.8.2007 kl. 21:23
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.