15.4.2007
Hversu trúverðug er svona könnun?
Við Íslendingar, eða nær 85% okkar, viljum ekki kaupa útlenda mjólk, skv. þessari frétt Morgunblaðsins. Gott mál fyrir okkar bændur, sem hljóta að vera að gera góða hluti. Hversu mörg framleiðslufyrirtækja okkar fá þvílíka traustsyfirlýsingu frá viðskiptavinum sínum?
Í kjölfarið hlýtur spurningin þó að vakna, er nokkur þörf á því að vernda innlenda mjólkurframleiðslu?
Skyldu ekki 85% okkar duga til að halda uppi mjólkurframleiðslu í landinu? Ef svo er, þá mætti í það minnsta bæta hag hinna 15 prósentanna sem greinilega eru til í að kaupa útlenda mjólk. Líklega vill þessi litli hópur kaupa þá mjólk vegna þess að hann trúir því að sú mjólk verði ódýrari, og þar með aukist kaupmáttur, þótt ekki nema lítið sé.
En hvernig var fólk spurt? Var gefið eitthvað í skyn um verð útlendu mjólkurinnar í samanburði við verð hinnar íslensku? Hvað með gæðin? Eða var fólki í sjálfsvald sett hvernig það mæti þessa þætti?
Ef útlenda mjólkin væri 20% ódýrari, fengist sama niðurstaða? En ef hún væri 50% ódýrari?
Einhvern veginn grunar mig að ef útlenda mjólkin væri merkjanlega ódýrari, þá keyptu hana fleiri en 15%.
Þessi frétt vekur eiginlega meiri spurningar um aðferðafræði könnunarinnar, heldur en nokkuð annað. Og þar með hversu mikið mark er takandi á henni. Meðal fræðimanna er nokkuð deilt um marktækni skoðanakannana þar sem svarendur þurfa ekki að láta athafnir fylgja orðum. Sér í lagi, þykir vafasamt að taka of mikið mark á könnunum þar sem ákveðinn valkostur hefur einhvern réttlætisblæ fram yfir aðra. Við Íslendingar erum jú mjög hreyknir af okkar mjólkurvörum. Þarf ekki annað en benda á stolt okkar yfir útlendingum sem, fréttum samkvæmt, halda varla vatni yfir skyrinu okkar. Þ.a. sá sem svarar í símann og er nafngreindur af starfsfólki Gallup, er líklegri til að svara rétt" og hugsa sem svo: Ekki get ég látið spyrjast út um mig að ég kaupi ekki íslenskt...
Ekki taka þessum niðurstöðum því of bókstaflega.
Í kjölfarið hlýtur spurningin þó að vakna, er nokkur þörf á því að vernda innlenda mjólkurframleiðslu?
Skyldu ekki 85% okkar duga til að halda uppi mjólkurframleiðslu í landinu? Ef svo er, þá mætti í það minnsta bæta hag hinna 15 prósentanna sem greinilega eru til í að kaupa útlenda mjólk. Líklega vill þessi litli hópur kaupa þá mjólk vegna þess að hann trúir því að sú mjólk verði ódýrari, og þar með aukist kaupmáttur, þótt ekki nema lítið sé.
En hvernig var fólk spurt? Var gefið eitthvað í skyn um verð útlendu mjólkurinnar í samanburði við verð hinnar íslensku? Hvað með gæðin? Eða var fólki í sjálfsvald sett hvernig það mæti þessa þætti?
Ef útlenda mjólkin væri 20% ódýrari, fengist sama niðurstaða? En ef hún væri 50% ódýrari?
Einhvern veginn grunar mig að ef útlenda mjólkin væri merkjanlega ódýrari, þá keyptu hana fleiri en 15%.
Þessi frétt vekur eiginlega meiri spurningar um aðferðafræði könnunarinnar, heldur en nokkuð annað. Og þar með hversu mikið mark er takandi á henni. Meðal fræðimanna er nokkuð deilt um marktækni skoðanakannana þar sem svarendur þurfa ekki að láta athafnir fylgja orðum. Sér í lagi, þykir vafasamt að taka of mikið mark á könnunum þar sem ákveðinn valkostur hefur einhvern réttlætisblæ fram yfir aðra. Við Íslendingar erum jú mjög hreyknir af okkar mjólkurvörum. Þarf ekki annað en benda á stolt okkar yfir útlendingum sem, fréttum samkvæmt, halda varla vatni yfir skyrinu okkar. Þ.a. sá sem svarar í símann og er nafngreindur af starfsfólki Gallup, er líklegri til að svara rétt" og hugsa sem svo: Ekki get ég látið spyrjast út um mig að ég kaupi ekki íslenskt...
Ekki taka þessum niðurstöðum því of bókstaflega.
Langflestir vilja íslensku mjólkina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Spurningin gæti hafa verið: Viltu nokkuð kaupa dýrt og súrt mjólkurdrull frá útlöndum ef þú getur keypt nýja og ferska á íslandi?
Haukur Nikulásson, 15.4.2007 kl. 22:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.