Sá litla frétt á mbl.is áðan, sem hófst svo: Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, kynnti í gær lista yfir þau tíu fræðirit sem til greina koma við veitingu Viðurkenningar Hagþenkis fyrir árið 2006.
Allt í lagi með það í sjálfu sér. Ágætis hvatning fyrir þá sem taka að sér að skrifa fræðirit og kennslugögn að eiga möguleika á að vinna tre-kvart úr milljón. En það sem vakti athygli mína að Draumaland Andra Snæs var þarna á meðal.
Einhvern tímann í fyrra gafst mér færi á að lesa þessa bók og þótti hún að mörgu leyti skemmtileg lesning. Sérstaklega fyrstu kaflarnir, þar sem höfundur velti fyrir sér landbúnaðarmálum á okkar blessaða fróni.
Hins vegar get ég engan veginn sæst á það að þessi bók teljist fræðirit. Enn síður kennslugagn. Þessi bók eru hugleiðingar höfundarins og stenst engar kröfur um fræðirit. Sú staðreynd að bók seljist vel, fjalli um eitt af helstu ágreiningsefnum samtímans, sé mikið í umræðunni og höfundur haldi fyrirlestra um efni hennar vítt og breytt breytir því ekki.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gæti ekki verið meira sammála þér.
Ég las bókina og var mjög ánægður með framtakið og það er greinilegt að hann hefur unnið vandlega að undirbúninginum. Ég nennti þó ekki að fara nánar ofan í heimildirnar eða annað ýtarefni bókarinnar.
Hún er í rauninni eins og þú segir vangaveltur höfundar, byggð á sannsögulegum atburðum.
Það væri fróðlegt að sjá hvað menn leggja til grundvallar þess að skilgreina megi ritið sem fræðirit eða kennslugögn. Ef til vill þarf ekki fleira en einstaka flæðirit svo kverið teljist fræðirit?
Gamall nöldurseggur, 1.2.2007 kl. 20:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.